1000 Andlit Heimaeyjar

  • Stafrænt
  • Pappír
  • Strigi
  • Stafrænt
  • Pappír

Bjarni Sigurðsson

Bjarni Sigurðsson er yfirmatreiðslumaður í eldhús HSU í Vestmannaeyjum.
Hann útskrifaðist frá Hótel- og Veitingaskóla Íslands árið 1994 og lauk meistaraprófi árið 1999.
Hann lærði ljósmyndun í Iðnskóla Reykjavíkur á Upplýsinga- og margmiðlunarbraut 2005-2006.

Leturstofan

Eigendur Leturstofunnar eru Lind Hrafnsdóttir og Katrín Laufey Rúnarsdóttir.

Við tökum að okkur alls konar verkefni sem dæmi má nefna hönnun og umbrot á alls konar verkum og bjóðum einnig upp á auglýsingasöfnun fyrir bæði prent- og vefmiðla.

Við erum í samstarfi við fyrirtæki með gríðarlega reynslu af prentun og með nýjar vélar, ásamt því að vera sjálf með prentvél sem að getur prentað ýmislegt.

Leturstofan gefur út vikublaðið Tígull. Blaðinu er dreift frítt í öll hús og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Samhliða blaðinu höldum við úti vefnum tigull þar er hægt að fylgjast með því sem um er að vera í Eyjum. Einnig er þar hægt að skoða vefútgáfu af vikublaðinu okkar.

Leturstofan í samstarfi við Bjarna Sigurðsson halda úti verkefninu 1000 andlit Heimaeyjar.